Þegar við keyptum bílstólinn hennar Huldu Hlífar (Römer stóll) þá mæltu allar dönsku pæjurnar af netinu með þýskri heimasíðu. Við keyptum síðan stólinn þar. Ég kann EKKERT í þýsku en Raggi kann eitthvað smá, allavega nóg til að við rötuðum á rétt og fengum stólinn sendan heim að dyrum (pósturinn var mjög fyndinn í framan þegar hann kom með pakkann hehe).
Stólarnir eru (eða voru allavega þá) mun ódýrari þar en hér og við borguðum engan sendingarkostnað. Ragga minnir að við borguðum danskan moms, en þetta var samt miklu ódýrara.
Hér er linkur á síðuna:
http://www.baby-markt.de/
og
hér er linkur þangað þar sem hægt er að reikna gengið ;)
http://www.danskebank.dk/valutaberegner
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment