Sunday, August 26, 2007

DJÖFLAKAKAN hennar Aldísar!

DJÖFLAKAKA

150gr sykur
150g púðursykur
125gr smörlíki
2stk egg
160gr hveiti
1tsk matarsóti
1tsklyftiduft
1/2tsk salt
40g kakó
2dl mjólk

Krem.
500g flórsykur
60gr kakó
1stk egg
80gr smjör
1tsk vanilludropar
2-4msk kaffi

Vinna vel saman sykur og smjör og setjið egg saman við eitt í einu. Blandið saman þurrefnum og setjið saman við
ásamt mjólkinni, bakið í tveimur formum við 180gráður í 20-25mín( ég bakaði í einu kringóttu formi og hafði kökuna aðeins lengur inni í ofninum).
Krem: Bræðið smjörið og blandið öllu saman í skál, vinnið rólega saman þar til allt er slétt og fínt.

Möst að bera fram með þeyttum rjóma og helst ferskum jarðaberjum. Ég hef líka bakað kökuna í stóru formi (ofnskúffu) og hef þá bætt aðeins við uppskriftina.

No comments: