Sunday, February 3, 2008

graflaxinn hennar D!

Graflax:

1/8 svartur pipar
2 salt
2 sykur
1 1/2 dill
1 fennelfræ (1/2 ef það er duft)
1 sinnepsfræ

þessu er blandað saman (magn eftir stærð fisksins). Það má bara nota laxarflök sem hafa frosið (einhverjir ormar sem þurfa að drepast). Laxinn er þveginn, þurkaður lagður á álpappír og kryddblöndunni stráð yfir. Laukur er síðan skorin smátt niður og stráð yfir (þykkt lag). Öllu er pakkað síðan inn í álpappírinn og látið í kæli í sólahring. Þá er fiskurinn tekin og allt hreinsað ofanaf honum. Ef fólk vill er hægt að frysta fiskinn aftur ef hann á ekki að borðast strax (hreinsa samt gumsið ofanaf honum).
´
Graflaxsósa:

Majónes, sætt sinnep, hunang, dill og matarlitur. - Öllu sullað saman og smakkað til. Best að gera daginn áður þannig að dillið sé búið að taka sig.

No comments: