9 stk eggjahvítur
400 gr sykur
400 gr kókósmjöl
krem:
300 gr suðusúkkulaði
100 gr smjör
6 eggjarauður
100 gr flórsykur (ég sigta hann til að það komi örugglega engir kekkir)
Fyrst þeytir maður eggjahvíturnar alveg stífar (eins og marens) setur svo sykurinn í, þeytir þar til sykurinn er leystur upp. Svo blandar maður kókosmjölinu við með sleif, ekki þeyta (annars fellur allt draslið).
Þetta á að baka í tveimur formum (ca. 26 cm) í sirka 18-20 mínútur á 180 gráðum. (Nú eða einu stóru formi, hugsa að ég geri það næst...)
Krem:
Eggjarauður og flórsykur þeytt að stífum massa (verður svona ljósgult og minnir helst á svamp ;)
Súkkulaðið og smjörið brætt saman (ég ELSKA örbylgjuofninn minn!!)
Svo blandar maður öllu saman og setur á kökuna.
Ég var með báða ormana hjá mér að gera kremið og það náði að kólna aðeins áður en það komst á kökuna og þess vegna lak það ekki niður með hliðunum, meiningin er að það geri það... ;)
Annars er þessi uppskrift í kökubók Hagkaups, besta kökubók í heimi!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment