Thursday, July 12, 2007

marengsískakan hennar Fríðu, ógó einföld! virkar bara flókin!!!

Innihald:

Egg, 3 egg, 4 hvítur, 4-5 rauður, allt í allt ca. 7-8 egg

1 líter rjómi

suðusúkkulaði 250 grömm

sykur

kartöflumjöl

hveiti

lyftiduft

Svampbotnar 2 x 25 cm form

3 egg

1 bolli sykur

½ bolli kartöflumjöl

½ bolli hveiti

1 teskeið lyftiduft

egg og sykur hrært saman þar til það er létt og ljóst, þá dembirðu öllum þurrefnunum í og blandar því varlega saman (ekki hræra mikið því þá verður botninn seigt kex)

Baka á 180 gráðum.

Maregnsbotnar 2 x 25 cm form

4 eggjahvítur

270 grömm sykur

¾ teskeið lyftiduft

þeyta eggjahvítur þar til þær eru hvítar og stífar, setja þurrefnin varlega í og blanda varlega saman, (ekki hræra og mikið, annars færðu brædda sykurklessu... J) ...

setja í form vel smurt með feiti og hveiti.

Baka á 150 gráðum í ca. klukkutíma.

Krem á milli

2-3 eggjarauður

3 matskeiðar sykur

50 gröm suðusúkkulaði

1 peli þeyttur rjómi

eggjarauður og sykur þeytt að kvoðu.

Súkkulaðið brætt og kælt.

Öllu síðan blandað við þeytta rjómann.


Krem ofan á

200 grömm súkkulaði

smá kalt vatn (ca 4-5 msk)

2 eggjarauður

ca. 2 msk þeyttur rjómi

súkkulaði og vatn brætt saman (þannig getur maður sko líka nebbla brætt það í örbylgjunni, muna að hræra reglulega og þótt það virðist þurrt og hálfónýtt, þá á maður bara að hræra áfram og kannski bæta smá vatni í...)

þetta látið kólna og svo hrærir maður eggjarauðunni og þeytta rjómanum saman við.

Muna að smyrja kökuna með rjóma utanum og láta standa í smá tíma áður en maður setur hana í frysti.

Svo raðar maður draslinu svona saman:

Krem ofan á

Þeyttur rjómi

Marengs

Krem á milli

Svampbotn


No comments: